Rúmlega 2,7 metra há stytta af Löru Croft úr tölvuleiknum Tomb Raider var sett upp í Camden í London fyrir útgáfu Tomb Raider: The Live Experience. Þar fá áhugasamir tækifæri til þess að fara af stað í fjársjóðsleit með Löru Croft.
Tomb Raider: The Live Experience hefst 1. apríl og munu átta manna teymi fara í fjársjóðsleit á 30.000 fermetra stað innan fræga hesthúsamarkaðarins í Camden.
Munu ævintýrakappar og tölvuleikjaunnendur fá að upplifa hvernig er að spila Tomb Raider, eða fara í fjársjóðsleit með Lörau Croft frá fyrstu hendi, í raunheimum. Í leitinni þurfa einstaklingar að leita að dýrmætum minjagrip sem hafði fallið í hendurnar á hættulegum óvin.
Hægt er að kaupa miða í þessa einstöku tölvuleikjaupplifun í raumheimum í gegnum þennan hlekk.
Lara Croft lands in London.
— Tomb Raider: The LIVE Experience (@TRaiderLIVE) February 15, 2022
She's taking up residence in the Stables Market, so head down to Camden and pay her a visit. 🏹 #TombRaider #TombRaiderLive pic.twitter.com/V6CloufDJ5