Raunveruleg fjársjóðsleit í London

Áhugasamir geta pantað miða í fjársjóðsleit með Löru Craft í …
Áhugasamir geta pantað miða í fjársjóðsleit með Löru Craft í London. SKjáskot/tombraiderlive.co.uk

Rúmlega 2,7 metra há stytta af Löru Croft úr tölvuleiknum Tomb Raider var sett upp í Camden í London fyrir útgáfu Tomb Raider: The Live Experience. Þar fá áhugasamir tækifæri til þess að fara af stað í fjársjóðsleit með Löru Croft.

Tomb Raider: The Live Experience hefst 1. apríl og munu átta manna teymi fara í fjársjóðsleit á 30.000 fermetra stað innan fræga hesthúsamarkaðarins í Camden. 

Dýrmætur minjagripur í röngum höndum

Munu ævintýrakappar og tölvuleikjaunnendur fá að upplifa hvernig er að spila Tomb Raider, eða fara í fjársjóðsleit með Lörau Croft frá fyrstu hendi, í raunheimum. Í leitinni þurfa einstaklingar að leita að dýrmætum minjagrip sem hafði fallið í hendurnar á hættulegum óvin.

Hægt er að kaupa miða í þessa einstöku tölvuleikjaupplifun í raumheimum í gegnum þennan hlekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert