Tvær persónur kynntar í Star Wars: Hunters

Star Wars: Hunters.
Star Wars: Hunters. Grafík/Zenga

Nýr Star Wars tölvuleikur kemur út á þessu ári fyrir Nintendo Switch tölvur og var Zenga að opinbera tvær nýjar persónur þrátt fyrir að engin staðfest dagsetning sé komin á útgáfu leiksins. 

Star Wars: Hunters mun verða fríspilunarleikur fyrir Nintendo Switch tölvur og snjallsíma en mun hann búa að stuðning við samspil á milli leikjatölva.

Nýir veiðimenn

Nýju veiðimennirnir eru annars vega Skora, en hún er læknir frá Rodian og mun geta læknað bandamenn sína ásamt því að skaða mótherja sína.

Skora og Sprocket eru persónur í Star Wars: Hunters.
Skora og Sprocket eru persónur í Star Wars: Hunters. Grafík/Zenga

Hinn veiðimaðurinn er Sprocket, tæknisnillingur sem stjórnar heilum vopnaher af drónum sem ýmist sjá um að verja bandamenn sína eða ráðast á mótherjana.  

Báðir veiðimenn eru hannaðir sem stuðningspersónur. Persónurnar innanleikjar skiptast eftir einföldu kerfi, skaðvaldar, stuðningspersónur og tankar.

Hægt að spila í útlöndum

Leikurinn er sem stendur í prufuútgáfu fyrir Android og iOS á ákveðnum svæðum, til dæmis í Indlandi, Filippseyjum, Brasilíu og Mexíkó.

Fyrir leikmenn utan þeirra landa sem leikurinn er í prufuútgáfu hefur hann ekki fengið neinn staðfestan útgáfudag en leikurinn er lofaður seinna á þessu ári fyrir bæði snjallsíma og Nintendo Switch.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert