Fyrstu persónu skotleikurinn Valorant frá Riot Games er einn vinsælasti skotleikurinn um þessar mundir og fengið gífurlega athygli úr öllum áttum.
Leikurinn hefur þó verið bundinn við PC-tölvur frá útgáfu þar sem hann er ekki fáanlegur fyrir aðrar leikjatölvur eins og PlayStation eða Xbox.
Það gæti þó verið að breytast þar sem að Riot Games birti nýlega starfsauglýsingu þar sem óskað var eftir leikjahönnuði fyrir leikjatölvur - fyrir Valorant. Mike tísti frá þessu á Twitter aðganginum ValorLeaks.
Riot is now hiring for a VALORANT Console Position. | #VALORANT
— Mike - Valorant Leaks & Info (@ValorLeaks) February 13, 2022
So I guess they are exploring VALORANT for Consoles. 👍 pic.twitter.com/whmdOY7ZTs
Óhætt er að segja að leikmannahópur Valorants samfélagsins mun færast í aukana verði leikurinn gefinn út á PlayStation eða Xbox tölvur. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvenær leikurinn verður gefinn út fyrir leikjatölvur að svo stöddu.