Hálf milljón í hefndarhug

Sifu er bardagaleikur.
Sifu er bardagaleikur. Grafík/SloClap

Tölvuleikurinn Sifu, sem kom út 8. febrúar segir sögu af ungum bardagalistamanni sem ákvað að helga lífi sínu því að ná fram hefndum gegn þeim sem eru ábyrgir fyrir að myrða fjölskylduna hans. 

Í gegnum marga bardaga þar sem honum mistekst aftur og aftur verður hann sterkari, vitrari og talsvert hættulegri þar sem að mistökin móta líkama persónunnar og bardagahæfileika hennar til þess að yfirstíga allar áskoranir.



Hálf milljón

Sifu er aðgengilegur fyrir PlayStation 4, PlayStation 5 og PC-tölvur og var gefinn út af tölvuleikjafyrirtækinu SloClap. Fyrirtækið tilkynnti nýlega á samfélagsmiðlum að yfir hálf milljón leikmanna hafi slegist í hóp bardagalistamanna innan Sifu. 

„Við fyllumst auðmýktar yfir því að hálf milljón af ykkur hafa hafið hefndargöngu ykkar hingað til,“ segir á opinbera Twitter-aðgangi Sifu. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert