Bannað að deila reynslu sinni

Nintendo Switch Sports hefst um helgina.
Nintendo Switch Sports hefst um helgina. Grafík/Nintendo

Nintendo hefur bannað Switch Online notendum sem taka þátt í Switch Sports prufuspilinu um helgina að deila reynslunni sinni á samfélagsmiðlum.

Innskránings síðan fyrir prufuspilið segir; „Með því að hala niður og taka þátt í Nintendo Switch Sports Online Play Test, samþykkir þú að deila ekki opinberlega nokkrum smáatriðum frá þessu prufuspili, þar á meðal þínum samfélagsmiðlum“.

Prufuspilið, mun búa að tennis, keilu og skylmingum, hefst á morgun og stendur fram að 20. febrúar. 

Enn er óvíst hvernig Nintendo mun taka á brotum gegn þessum reglum, þ.e.a.s þeim sem birta myndir eða myndbönd af prufuspilinu á samfélagsmiðlum sínum.

Á meðan Nintendo getur meinað innbyggðum upptökubúnaði á Nintendo Switch tölvum að hefja upptöku, þá getur Nintendo ekki bannað utanliggjandi HDMI upptökubúnaði að taka upp af skjánum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert