Beint: Verzló og MÁ

FRÍS stendur fyrir Framhaldsskólakeppni Rafíþróttasamtaka Íslands.
FRÍS stendur fyrir Framhaldsskólakeppni Rafíþróttasamtaka Íslands. Grafík/Rafíþróttasamtök Íslands

Fyrsta viðureignin í átta liða úrslitakeppni Framhaldsskólaleikanna er hafin. Nemendur í Verzlunarskóla Íslands og í Menntaskólanum á Ásbrú keppa í leikjunum FIFA, CS:GO og Rocket League í þessarri röð í kvöld.

Keppt er eina viðureign á hverju fimmtudagskvöldi klukkan 19:00 fram að úrslitaleik sem er þann 31. mars. Næsta fimmtudag mætast skólarnir Kvennaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn við Sund.

Öllum viðureignum er streymt af Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands sem og sýndar á Stöð2 Esports. Einnig má horfa á beina útsendingu af viðureign kvöldsins hér að neðan.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert