Techland er búið að gefa út nýja uppfærslu á tölvuleiknum Dying Light 2 fyrir PC-tölvur sem á að laga gloppu varðandi dauðalykkju.
Leikmenn hafa verið að festast í einskonar dauðalykkju, þar sem þegar leikmenn deyja í ákveðnu verkefni á ákveðnu svæði innanleikjar, endurfæðast annarsstaðar á kortinu og hafa ekki nægan tíma til þess að komast aftur á svæðið þar sem verkefnið fer fram.
Auk þess er er búið að setja upp sjálfvirkt vistunarkerfi sem gerir leikmönnum kleift að spóla tilbaka í leiknum, eða þangað sem síðasta vistun fór fram. Mun því innihald bakpokans og framvinda leiksins verða sú sama og þegar síðast var vistað.
Survivors!
— Dying Light (@DyingLightGame) February 16, 2022
The newest patch for PC is live. See the changes below: pic.twitter.com/e6YWTcSAtm