Dularfull niðurtalning

Skjáskot af dularfullum niðurteljara frá Capcom.
Skjáskot af dularfullum niðurteljara frá Capcom. Skjáskot/capcom-games.com/countdown/

Japanskir þróunaraðilar eru margir hverjir mjög hrifnir af stríðnisstiklum og niðurteljaravefsíðum og setti fyrirtækið Capcom upp eina niðurteljaravefsíðu nýlega.

Á vefsíðunni er niðurteljari sem telur niður að 21. febrúar klukkan 06:00 á íslenskum tíma en engar upplýsingar liggja fyrir um hvað sé verið að telja niður að.

Vefsíðan fór í loftið á mánudaginn og mun því telja niður heila viku, í dögum og klukkustundum.

Þrátt fyrir að óvíst sé til hvers er verið að telja niður, þá hafa netverjar verið að nefna ýmsa möguleika. Til dæmis hefur verið bent á að niðurteljarinn klárast á sama tíma og Street Fighter Pro Tour Season Final en það er stórt tölvuleikjamót frá fyrirtækinu í Street Fighter.

Hér er hlekkur á niðurteljarann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert