Fjórða tímabil Rocket League Ísland, RLÍS, er að hefjast en tímabilið samanstendur af þremur deildum; Úrvals, Fyrstu og Annarri deild.
Skráning er hafin fyrir Aðra deild og getur hver sem er skráð sig fram að 7. mars klukkan 23:59 og mun uppsetning deildarinnar ráðast eftir skráningu. Deildin fer svo af stað þann 10. mars og verða allar viðureignir þeirrar deildar spilaðar á fimmtudögum.
Sæti í bæði Úrvalsdeild sem og Fyrstu deild ráðast af úrslitum fyrri tímabila og hefst Fyrsta deild þann 1. mars. Viðureignir Fyrstu deildar verða spilaðar á þriðjudögum en ekki er búið að ákveða hvenær Úrvalsdeildin hefst né á hvaða dögum viðureignir verða spilaðar.
Allar viðureignir Úrvalsdeildarinnar verða hinsvegar sýndar á Twitch-rásinni RocketLeagueIceland sem og á Stöð2 Esports.
Nánari upplýsingar um tímabilið, svo sem reglur eða skráningu má finna í gegnum þennan hlekk.