Vilja leikinn endurgreiddan

Battlefield 2042.
Battlefield 2042. Grafík/EA Digital Ilusion

Útgáfa tölvuleiksins Battlefield 2042 gekk ekki eins og í sögu og hefur hvert klúðrið á fætur öðru komið í ljós. Hefur nú undirskriftarsöfnun farið af stað þar sem að beðið er Electric Arts um að endurgreiða öllum tölvuleikinn þar sem hann er ekki eins og lofað var.

„Útgáfa EA á Battlefield 2042 gerði lítið úr öllum viðskiptavinum sem keyptu þennan tölvuleik fyrir 70 bandaríkjadali vegna rangra auglýsinga EA,“ segir um listann.

Nú þegar hafa rúmlega 200.000 einstaklingar skrifað undir listann og er markið sett við 300.000 undirskriftir. 

Undirskriftarlistinn samanstendur nú af fleiri einstaklingum en virkum leikmannahóp leiksins. Vegna fjölda gloppna, villna og netþjónavandamála hrakaði leikmannafjöldanum gífurlega mjög snemma. Leikmenn sem spiluðu leikinn á PC-tölvum hefur hrakað úr 100.000 virkum leikmönnum yfir í undir 2.000 á innan við þremur mánuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert