Kynlífsleikir skjóta ítrekað upp kolli

Skjáskot úr Roblox.
Skjáskot úr Roblox. Skjáskot/Roblox

Tölvuleikurinn Roblox er einn vinsælasti barnaleikurinn um þessar mundir. Á síðasta ári sagði Roblox í samtali við Bloomberg að um tveir þriðju af öllum börnum í Bandaríkjunum á aldursbilinu níu til tólf ára spiluðu leikinn.

En nýlega bárust fleiri fregnir af myrkum hliðum tölvuleiksins, í fyrsta lagi nýtir Roblox unga þróunaraðila til að ýta undir eigin vöxt og í öðru lagi tekst illa að vernda börn fyrir ofbeldismönnum.

Nú stendur Roblox frammi fyrir því að vandamáli að reyna að halda kynferðislegu efni utanleikjar.

Kynlífsleikir vandamál í barnaleik

Einkareknir kynlífsleikir, sem nefnast „condos“ hafa verið að skjóta kollinum ítrekað upp innanleikjar. Það eru svæði sem notendur hanna sjálfir, þar sem talað er um kynlíf og persónuhermar leikmanna geta stundað stafrænt kynlíf. Í þessum leikjum eru reglum Roblox hent út um gluggann.

Roblox viðurkennir vandamálið og segir talsmaður leiksins í samtali við BBC að það sé lítill hópur notenda sem reynir markvisst að brjóta reglurnar.

Standa skammt uppi

Þessir condo leikir eru almennt skammlífir, þeir standa oftast uppi skemur en í klukkustund áður en þeir eru uppgvötaðir og teknir niður.

Þetta eru heldur ekki leikir sem maður rambar óvart inná, það þarf að leita sérstaklega að þeim. En þeirra tilvist veldur þó áhyggjum.

Sérstök ábyrgð

„Roblox er vettvangur sem er mjög vinsæll á meðal barna, og leyfir börnum undir þrettán ára að spila leikinn. Svo hann ber sérstaka ábyrgð á því að vernda notendur sína,“ segir Mr Magid um málið.

Fyrr í mánuðinum var birt grein á heimasíðu Roblox þar sem farið var yfir hvernig öryggisstefnu barna innanleikjar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert