Capcom auglýsa nýjan leik

Street Fighter 6 er væntanlegur.
Street Fighter 6 er væntanlegur. Grafík/Capcom

Dularfulli niðurteljarinn frá Capcom, sem settur var upp í síðustu viku, hefur klárað að telja niður. Var hann auglýsingarherferð fyrir kynningu á nýjum Street Fighter leik, Street Fighter 6.

Stríðnisstikla var birt á bæði Twitter og YouTube sem sýnir örlítið frá leiknum og gefur til kynna endurbætta grafík og nýtt merki fyrir leikinn.

Nýr áskorandi

Stiklan sýnir líka frá vinsælli persónu á meðal leikmanna, Ryu, þegar hann stendur frammi fyrir nýjum áskoranda, Luke. Luke er 45. og síðasta persónan í Street Fighter 5 listanum. Það hefur áður verið gefið í skyn að hann muni leika lykilhlutverk í næsta verkefni, þ.e. Street Fighter 6.

Í kjölfar stríðnisstiklunnar lofar Capcom fleiri upplýsingum um Street Fighter 6 í sumar.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert