Tölvuleikjamyndin Uncharted var frumsýnd um helgina og var mikið um að vera í miðasölunni en myndin var með fjórðu stærstu frumsýningu allra tölvuleikjamynda.
Spáð er 44 milljónum bandaríkjadala í tekjur fyrir alla helgina, frá föstudegi til sunnudags. En það gera fimm og hálfan milljarð íslenskra króna.
Er þetta því fjórða stærsta frumsýning á kvikmynd sem byggð er á tölvuleik í Bandaríkjunum en myndirnar Tomb Raider, Pikachu og Sonic the Hedgehog eru þær sem bjuggu að stærri frumsýningu.
Kvikmyndin er sem stendur í sýningu í kvikmyndahúsum Smárabíó en GameTíví og Smárabíó stóðu fyrir forsýningu á myndinni fyrr í mánuðinum.