Halo Infinite Campaign verður uppfærður á fimmtudaginn og lofar þróunaraðili hjá 343 Industries leikmönnum miklum betrumbótum.
Aðaláherslur uppfærslunnar verður á fjölspilun leiksins en einnig verða bætingar á campaign-þætti leiksins.
Meðal vandamála sem á að laga eru nokkur sem tengjast því að afrek eru ekki að aflæsast eftir að leikmenn ná þeim. Einnig er teymið á bak við leikinn að vinna í fjölmörgum vandamálum og gloppum sem hafa verið viðvarandi frá útgáfu.
Vænta má almennra bætinga á netþjónum auk þess sem einhverjar ráðstafanir verða gerðar til þess að sporna við svindlurum.
Nánar um væntanlega uppfærsluna má lesa hér.