Sérstakur skjöldur gegn svindlurum

Call of Duty:Warzone.
Call of Duty:Warzone. Skjáskot/youtube.com/Gamespot

Warzone þróunaraðili tilkynnti að hluti af varúðarráðstöfun gegn svindlurum felur í sér að leikmenn sem spila á móti þeim öðlast sérstakan skjöld sem kemur í veg fyrir að þeir taki á sig nokkurn skaða.

Eins og lýst er ítarlega í framvinduskýrslu fyrir Ricochet verkefnið hefur Raven Software deilt því að það sé að leitast við að beita fleiri „aðlögunum í leiknum“ til að koma í veg fyrir að svindlarar eyðileggi leiki á meðan þeir eru í þeim.

Enginn gengur óskeindur

Ein af þessum aðgerðum er innleiðing umrædds skjaldar og hefur hún lokið prófun og er nú virk á Warzone netþjónum.

Skjöldurinn virkar þannig að þegar netþjónninn greinir svindlara mun hann loka á getu hans til þess að valda öðrum leikmönnum skaða, má því segja að enginn gangi óskeindur til orrustu við svindlara.

Í skýrslunni kemur einnig fram að það sé enginn möguleiki á að leikurinn muni fyrir slysni virkja skjöldinn á leikmönnum sem ekki eru í baráttu við svindlara.

„Við munum aldrei grípa inn í byssubardaga á milli heiðarlegra samfélagsþegna okkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert