Væntanleg Halo þáttasería mun sýna andlit Master Chief í fyrsta skipti í sögu Halo. Þetta staðfestir IGN.
Ryan McCaffrey, framkvæmdastjóri Halo og Kiki Wolfkill, yfirmaður 343 Industries Transmedia, vildu meina að uppljóstrun andlits Master Chiefs sé mjög mikilvæg fyrir framvindu sögunnar sem þáttaröðin hyggst sýna.
„Ég held að við höfum lagt upp með að segja litríka sögu persónunnar ásamt djúpri persónulegri sögu,“ segir Wolfkill.
„Og þegar við virkilega komumst inn í söguna, verður ljóst að þú þarft að sjá persónuna sem býr undir brynklæðunum og hjálminum.“
Nánar um þetta má lesa með því að fylgja þessum hlekk.