Liðsstjóramóti lauk um helgina

Liðsstjóramót í tölvuleiknum Valorant kláraðist um helgina.
Liðsstjóramót í tölvuleiknum Valorant kláraðist um helgina. Skjáskot/Twitch/Rafíþróttasamtök Íslands

Úrslitaviðureignir í Liðsstjóramótinu í tölvuleiknum Valorant voru spilaðar um helgina en fyrri viðureignir fóru fram helgina 11. og 12. febrúar.

Voru leikmenn kosnir í lið af átta liðsstjórum á föstudagskvöldið í beinu streymi á Twitch-rásinni dethkeik. Liðsstjórarnir voru þeir Addi, Loggi, Dethkeik, Blo, Psycho, Beninho, Tourette og minidegreeze.

Úrslitin voru sýnd í beinu streymi á Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands en liðið Tourette stóð uppi sem sigurvegari þessa móts með 2-0 sigri.

Hér að neðan má horfa á úrslitaleikinn í heild sinni.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert