Tölvuleikjafyrirtækið Bungie gaf út nýjan aukapakka fyrir Destiny 2 í dag sem margir hverjir í tölvuleikjasamfélaginu hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu.
Umræddur aukapakki er Destiny 2: Witch Queen en nauðsynlegt er að eiga Destiny 2 tölvuleikinn sjálfan til þess að geta spilað Witch Queen.
Witch Queen söguþráðurinn býður leikmönnum upp á fullt af nýjum verkefnum en auk þess er Bungie einnig að innleiða nýtt erfiðleikastig, Legendary, fyrir þá sem eru vilja spila leikinn á meira krefjandi máta.
Leikjastjórnandinn Joe Blackburn sagði í samtali við GameSpot að leikmenn muni taka að sér einskonar rannsóknarhlutverk þar sem þeir eltast við og safna upplýsingum um Hive Guardians og afhjúpa brögð Savathun í Throne World.
Hér að neðan er stikla sem birt var á opinberum YouTube-aðgangi Destiny sem gefur áhorfendum innsýn í Witch Queen aukapakkann.