Háttsettur starfsmaður þróunar hjá Microsoft, Nicholas Lester, hlaut dóm vegna ofbeldismáls gegn sjö ára syni hans. Skal hann vinna hundrað klukkustundir í samfélagsþjónustu á einu ári vegna þessa.
Lester, sem er 41 árs gamall, missti stjórn á skapi sínu og veittist að syni sínum sem vildi ekki hætta að spila í Nintendo Switch-tölvu en atvikið átti sér stað á heimili þeirra í Melbourne þann 6. febrúar á síðasta ári.
Sagt er að Lester hafi hrópað „ég mun stöðva andardrátt hans!“.
Herald Sun greinir frá því að andlit stráksins hafi verið rautt þegar hann kallaði á móður sína, sem hljóp inn í herbergið til þeirra þegar hún heyrði lætin.
Lester fór fyrir dóm hjá sýslumanninum í Melbourne á mánudaginn þar sem hann játaði á sig sökina. Nánar um þetta má lesa á Nintendolife.