Nýr Guð í tölvuleiknum Smite er nú spilanlegur með nýrri uppfærslu sem fór í loftið í gær.
Smite leikmenn hafa beðið eftir nýja Guðinum, tortímingarmanninum Shiva, með mikilli eftirvæntingu en Shiva er einn af merkustu Guðum í hindúatrú, tvískinnungur eyðileggingar og sköpunar. Þegar einn heimur endar, þá hefst nýr.
Þar sem alheimurinn sjálfur er hluti af eilífri hringrás sem stjórnast af Shiva, þá fer hann með sömu krafta inn í Smite. Þar sem hann ýmist hjálpar bandamönnum sínum eða skaðar mótherja sína.
Aðalvopn Shiva er þríforkur þar sem að hver gaddur forksins táknar eitthvað sérstakt. Gaddarnir tákna vilja, aðgerð og visku, sem Shiva notar til þess að eyðileggja hið illa.
Í Smite berst Shiva mikið í návígi (e. melee) sem bardagamaður (e. warrior). Mun því megnið af bardagahæfileikum hans fara fram þegar leikmaður er nálægt óvinum.
Hér að neðan má horfa á myndband frá Smite þar sem Shiva er kynntur til leiks og farið er yfir hæfileikana hans innanleikjar.