Nýja merkið undir tölvuleikinn Street Fighter sem opinberað var af Capcom samhliða tilkynningu um Street Fighter 6 leikinn hefur fangað athygli netverja fyrir að líkjast Adobe Stock mynd.
Höfundur Adobe Stock myndinnar sagði í samtali við IGN að hann vilji selja Capcom einkarétt á myndinni.
Aurich Lawson, hjá Ars Technica, kom fyrst auga á þetta og tísti frá þessu. Þar segir hún Street Fighter 6 merkið vera nánast eins og Adobe Stock myndin.
„Nýja Street Fighter merkið er 80 bandaríkjadala virði á Adobe Stock síðunni. Ég veit ekki einu sinni hvað ég á að segja. Ég vissi að það væri almennt merki en ég vissi ekki að þetta væri svona slæmt. Þau leituðu að „SF“ á myndasíðu og rúnuðu nokkrar brúnir og bættu við 6,“ segir í tístinu.
Hönnunin er aðgengileg sem Adobe Illustrator skrá, sem þýðir að auðvelt sé að breyta upprunalegu myndinni, auk þess er gefur myndin rétt til þess að nota í auglýsingaskyni.
Twitter notandinn 100Jibie benti einnig á að sama mynd hafi verið notuð sem merki fyrir vísindaskáldsögu ráðstefnu í Frakklandi sem fór fram í október á síðasta ári.
Í samtali við IGN staðfestir hönnuður Adobe Stock myndinnar, xcoolee, að hann hafi búið til myndina og sem fyrr segist hann vera að leitast eftir því að selja Capcom einkaleyfi á hana. Þá færi myndin úr sölu til annarra aðila.