Blizzard bað leikmenn sína afsökunar eftir að hafa nýlega bannað fjölda leikmanna fyrir að deila aðganginum sínum en verið skýrt sem bann vegna viðskipta með raunfé (RMT).
PCGamesN fjallaði nýlega um WoW leikmenn sem telja sig hafa verið ranglega bannaðir fyrir að stunda viðskipti með raunfé innanleikjar, þ.e. eyða raunverulegum peningum til þess að kaupa gull innanleikjar í gegnum þriðja aðila.
Margir af þeim leikmönnum sem kvörtuðu undan banninu fengu síðan annað bann, en í þetta skiptið fyrir það að deila aðganginum sínum með öðrum.
Í kjölfar þessar óvissu ákvað Blizzard að tjá sig um málið og segir að ástæðan vegna viðskipta með raunfé hafi verið röng. Bönnin voru sett á leikmenn af ásettu ráði en var það fyrir að deila aðgangi með öðrum.
„Það varð bannalda í kvöld - því miður fengu sumir RMT tilkynningu fyrir slysni í upphafi. Seinna bannið sem þeir hlutu var fyrir það sem þeir gerðu,“ segir í tilkynningu frá Blizzard. Í sömu tilkynningu biður fyrirtækið afsökunar á þeim ruglingi sem þetta kann að hafa ollið.
Í World of Warcraft helst RMT í hendur við deilingu aðganga. Vegna þess að sumir leikmenn hafa verið að borga öðrum fyrir að skrá sig inn á reikningana sína og „boosta“ persónurnar innanleikjar. Það er að spila fyrir þeirra hönd og styrkja persónurnar að einhverju leyti.
Það er ekkert í reglunum sem segir að það sé bannað að boosta á meðan það er ekki verið að deila reikningum eða notast við raunfé. Til dæmis er í lagi fyrir leikmenn að fara saman í ránsferð (e. raid) og annar aðilinn sér um alla vinnuna en deila verðlaunum fyrir ránsferðina.
Vert er að nefna að einn frægur „booster“ er forstjóri Blizzards, Mike Ybarra. Þegar upp kom að hann væri að bjóða uppá boost innanleikjar með ránsferðum í samstarfi við félagið (e. guild) sitt, olli það deilum innan World of Warcraft-samfélagsins.