Framhaldsskólaleikar Rafíþróttasamtaka Íslands eru í fullu fjöri um þessar mundir en fyrsta viðureign úrslitakeppninnar fór fram í síðustu viku. Þá mættust nemendur úr Verzlunarskóla Reykjavíkur og Menntaskólanum á Ásbrú og kepptu í þremur leikjum.
Annað kvöld fer næsta viðureign fram og átti Kvennaskólinn í Reykjavík að mæta Menntaskólanum við Sund en vegna ítrekaðra brota á mótareglum FRÍS hefur Kvennaskólanum í Reykjavík verið vísað úr keppni.
Mótastjórn FRÍS kveðst hafa metið bæði alvarleika brota sem og fjölda þeirra áður en ákvörðunin var tekin.
Mun því Menntaskólinn í Kópavogi taka sæti Kvennaskólans og mæta Menntaskólanum við Sund annað kvöld klukkan 19:00.