Nú er þriðji þáttur Almenna Gullspjallsins búinn og er undirbúningur nú þegar hafinn fyrir næsta þátt. Í þessum þætti komst Markús „Fenrir“ ekki og þurfti að kalla eftir liðsauka með gestastjórnandanum Inga „cmd“.
Dagskrá þáttarins var eftirfarandi:
Kynning og intro
Staðan á deildinni
Leikir vikunnar
Top 5 plays of the week
Ýmislegt tengt Overwatch League, Overwatch/Overwatch 2
Merch reveal
Í þessum þætti var farið vel yfir stöðu deildarinnar, sem og nýjustu úrslit. XY eSports voru nýbúnir að sigra Bölvun Bolungarvíkur 3-2 í mjög spennandi viðureign. Staðan á Úrvalsdeildinni er sú að Böðlar og Atgeirar hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppnina. Er því baráttan um næstu 2 sæti spennuþrungin.
Sú barátta er á milli þriggja liða, XY eSports, Musteri Stykkishólmar og Bölvun Bolungarvíkur.
Sama með neðri deildina, Musteri Akademían og Fylkir Kartöflur komnir í úrslitakeppnina ásamt XY Akademíunni og Bölvun Akademíunni.
Í top 5 plays of the week voru nokkur mjög skemmtileg spil en leikur XY eSports og Bölvun var allra mest áberandi. Fenrir, Orion og fleiri voru teknir fyrir í þessum dagskráarlið.
Svo var farið yfir t.d. það að JJonak er farinn úr Overwatch League, breytinguna á milli Overwatch og Overwatch 2 og hvaða áhrif sú breyting gæti haft á spilunina í leikjunum sem og keppnissenuna.
Þáttastjórnendur sýndu svo frá sérstökum varning sem bæði þeir og áhorfendur hafa á milli handanna til þess að gleðja áhorfendur í lok þáttar.
Grillhorn Fenris snýr svo aftur næsta sunnudag.
Hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni.