Regnbogadeildin í fyrstu persónu skotleiknum Rainbow Six Siege fer að líða undir lok eftir tveggja mánaða tímabil.
Sex lið eru skráð í deildina og hefur rafíþróttaliðið Apple Pie tryggt sér þriðja sætið í deildinni.
Úrslitaleikurinn fram næstkomandi mánudag klukkan 18:00 og munu þá liðin Musteri Stykkishólms og Ic3landbois spila upp á fyrsta sætið.
Streymt verður frá leiknum í beinni útsendingu á Twitch-rásinni alpha_mst.