Vilja tengja Steam við Tesla-bifreiðar

Tesla reynsluakstur
Tesla reynsluakstur Ljósmynd/Árni Sæberg

Tesla-bifreiðar bjóða farþegum upp á að spila tölvuleiki á meðan akstri stendur og samkvæmt forstjóra Tesla, Elon Musk, er innleiðing leikjaveitunnar Steam í Teslu-bifreiðar í kortunum hjá fyrirtækinu.

Elon Musk svaraði tísti þar sem hann var spurður hvenær ný útgáfa Tesla-bifreiða myndi styðja við spilun tölvuleiksins Cyberpunk.

Musk segir fyrirtækið vera að vinna í að láta leiki frá Steam virka á Teslum ásamt öðrum ákveðnum leikjum. Hann segir það fyrrnefnda þó augljóslega vera langtíma markmið.

Upplýsinga- og afþreyingarkerfi Tesla-bifreiða notast við Linux kerfi og gæti því verið að innleiðing Steam muni tengjast Steam Deck á einhvern hátt.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert