Auðveldar að streyma frá Xbox

Xbox leikjatölva.
Xbox leikjatölva. Ljósmynd/Unsplash

Hægt verður að streyma á Twitch beint frá Xbox valmyndinni á ný en sá eiginleiki var tekinn úr umferð af Microsoft árið 2017. Alpha og skip-ahead alpha meðlimir verða með fyrstu Xbox-notendum til þess að bera vitni af endurkomu Twitch eiginleikans á Xbox valmyndinni.

Twitch streymiseiginleikinn er líkur skjáskotseiginleikanum sem fyrst varð aðgengilegur árið 2014, nú geta notendur geta samstundis hafið streymið af spilun sinni í gegnum „Capture and share“ takkann í Xbox leiðarvísinum.

Stuðningur við íhluti

Notendur þurfa aðeins að tengja Twitch-aðganginn sinn við Xbox-tölvuna til þess að geta smellt á „Go live now“ takkann, sem þýðir „vertu í beinni núna“.

Nýji eiginleikinn mun einnig styðja við hljóð- og myndíhluti fyrir streymi, þar sem notendur geta stillt hljóð og mynd á tölvuleiknum, hljóðnemum, upplausn myndavélar og eins yfirlagið á streyminu.

Fá tilkynningar

Þegar notendur eru komnir í beina útsendingu geta áhorfendur fylgst með streyminu í gegnum hverskyns snjalltæki eða tölvu sem styður við streymisveituna. Á Xbox-tölvunni sjálfri munu fylgjendur leikmannsins fá tilkynningu um það hvort hann sé í beinni eður ei.

Í opinberri tilkynningu frá Microsoft segir fyrirtækið hafa hlustað á notendur sína og vera spennt fyrir því að innleiða þetta á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert