Yfir 750.000 spiluðu samtímis

Skjáskot úr stiklu leiksins Elden Ring.
Skjáskot úr stiklu leiksins Elden Ring. Skjáskot/Youtube/Bandai Namco

Tölvuleikurinn Elden Ring kom út í dag og er útgáfa hans ein sú farsælasta frá fyrirtækinu FromSoftware á Steam. Elden Ring hefur nú þegar dregið til sín yfir 750.000 virka leikmenn samtímis á Steam.

Neikvæðar umsagnir frá leikmönnum eru þó í vaxandi mæli en snúast þær um undarlega keyrslu leiksins á PC-tölvum.

Gætu verið vel yfir milljón

Útgefandinn hefur enn ekki greint frá opinberlega frá heildartölum leikmanna, sem eru að öllum líkindum vel yfir milljón ef marka má tölurnar sem eru að sjást frá leikjaveitunni Steam einungis.

Elden Ring náði hæstum hæðum sínum þegar 764.825 leikmenn spiluðu samtímis í gegnum leikjaveituna Steam, samkvæmt SteamDB. Til samanburðar má sjá að Dark Souls 3 hefur aðeins náð 129.975 virkum leikmönnum samtímis frá upphafi í gegnum Steam.

Leikurinn virðist því hafa alla burði til þess að verða einn af þeim fimm leikjum á Steam sem hafa náð yfir milljón virkum leikmönnum samtímis.

Mikið álag á leiknum

Er því mikið undir hvort að þróunaraðilum takist að halda í við álagið á netþjónum en eins og komið hefur fram hafa PC-leikmenn verið ósáttir við nokkrar truflanir á leiknum. 

Truflanir lýsa sér meðal annars sem einskonar hikst þegar ný svæði, óvinir eða önnur tilfallandi atriði birtast á skjánum hjá leikmönnum og getur það varið í allt að 250 millisekúndur.

Hikstið minnkar eftir því sem líður á leikinn en þrátt fyrir það getur það haft mikil áhrif á spilun leiksins.

Elden Ring er hægt að spila á PlayStation, Xbox og PC-tölvum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert