Tilkynnt um viðburð í Gullspjallinu

Gullspjallið er íslenskur spjallþáttur um Overwatch.
Gullspjallið er íslenskur spjallþáttur um Overwatch. Skjáskot/Twitch/Gullspjallið

Gullspjallið er spjallþáttur um íslensku senuna í Overwatch. Þar ræða þeir Fenrir, Hreyrim og Guttyx um stöðu vikunnar í Almenna bikarnum og einnig það sem er að gerast í Overwatch-samfélaginu, bæði á Íslandi sem og erlendis.

Í nýjasta þætti Gullspjallsins var tilkynnt um nýjan viðburð sem fer af stað þann 9. apríl, sem ber nafnið Almennu Gull Leikarnir, eða Almennu Gullstjörnurnar.

Keppast um verðlaun

Almennu Gull Leikarnir verður viðburður sem býður upp á Gullstjörnuleikinn, leik sem samanstendur af bestu leikmönnum tímabilsins, sem berjast upp á alvöru verðlaun!

Leikurinn fer fram með því sniði að Gullspjallararnir Fenrir, Hreyrim og Guttyx, auk gesta fyrirliða ILO, völdu sín sex manna lið af bestu spilurum tímabilsins.

Team Fenrir mun svo keppast við Team ILO, með leikmönnum úr úrvalsdeildinni, og Team Guttyxx mun keppast við Team Hreyrim, með leikmönnum úr opnu deildinni.

Skemmtun fyrir alla

Auk Gullstjörnuleiksins munum við vera með 3 mismunandi smáleiki, þar sem fleiri leikmenn úr Almenna Bikarnum fá tækifæri til að keppast við!

Leikarnir eru hannaðir sérstaklega fyrir það leyti að sem flestir einstaklingar úr samfélaginu fái tækifæri til þess að spila saman á skemmtilegum nótum.

Hægt er að horfa og hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert