Kappakstri og golfi skeytt saman

Turbo Golf Racing.
Turbo Golf Racing. Grafík/Hugecalf Studios

Það sló heldur betur í gegn þegar Psyonix blandaði saman knattspyrnu og bifreiðum í tölvuleiknum Rocket League.

Síðan þá hafa fleiri unnið með sömu hugmynd og hannað leiki þar sem bifreiðum er blandað við körfubota, hokkí og fleira. Nú er enn ein útfærslan komin þar sem bifreiðum og golfi er blandað saman í tölveik.

Opinbera Turbo Golf Racing

Hugecalf Studios gáfu út kynningarstiklu á Future Games Show Spring Showcase 2022 þar sem þeir opinberuðu væntanlegan tölvuleik, Turbo Golf Racing.

Stiklan gefur til kynna hvers má vænta af leiknum, golf nema bílar. Brautir leiksins eru einskonar blanda af golfhringjum og kappakstursbrautum, og lítur út fyrir að markmið leiksins sé að koma kúlunni í holuna.

Ólíkar áherslur

Lykilmunurinn á milli Rocket League og Turbo Golf Racing er sá að meiri áhersla er lögð á kappaksturinn í Turbo Golf Racing heldur en Rocket League. 

Samkvæmt Steam-síðu Turbo Golf Racing styður leikurinn við allt að átta leikmönnum í fjölspilun. Leikurinn er sem stendur í forútgáfu en hvorki virðist vera hægt að kaupa hann né finna upplýsingar um hvenær hann verður aðgengilegur.

Hinsvegar er hægt að óska eftir aðgangi að beta-útgáfu leiksins með því að fylgja þessum hlekk og af kynningarstiklunni að dæma verður leikinn hægt að spila bæði á PC-tölvum sem og á Xbox.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert