GameTíví-fjölskyldan stækkar

Marín Eydal, einnig þekkt sem mjamix, sér um Gameveruna en …
Marín Eydal, einnig þekkt sem mjamix, sér um Gameveruna en það er nýr dagskrárliður hjá GameTíví. Grafík/GameTíví

Game­Tíví-fjöl­skyld­an held­ur áfram að stækka en nýr dag­skrárliður var kynnt­ur fyr­ir al­menn­ing fyr­ir helgi.

Efn­is­höf­und­ur­inn og tölvu­leikj­a­streym­ir­inn Marín Ey­dal, einnig þekkt sem mjamix, er kom­in með sinn eig­in þátt hjá Game­Tíví und­ir nafn­inu Gamever­an.

Fyrsti þátt­ur­inn fór í loftið á fimmtu­dags­kvöldið og þar spilaði hún leik­inn Hunt Showdown og bæði skemmti og spjallaði við áhorf­end­ur. Þætt­irn­ir verða sýnd­ir í beinni öll fimmtu­dags­kvöld klukk­an 21:00 á Twitch-rás Game­Tíví og á Stöð2 Esports.

Þakk­lát fyr­ir stuðning­inn

„Hlut­irn­ir eru bún­ir að ger­ast svo svaka­lega hratt að manni líður pínu „overwhel­med“ en ég er samt fyrst og fremst ótrú­lega þakk­lát fyr­ir all­ann stuðning­inn, hjálp­ina og peppið sem ég hef fengið frá fjöl­skyld­unni minni, vin­um og fólk­inu í brans­an­um,“ seg­ir Marín í sam­tali við mbl.is.

Amma Marín­ar var ein af þeim fyrstu sem hún talaði við varðandi áform sín um að byrja að streyma frá sér að spila tölvu­leiki. Seg­ir hún hana hafa brugðist svo „ein­stak­lega skemmti­lega“ við því. 

„Hún var svo spennt fyr­ir mína hönd og vildi fá að vita meira um hvernig þetta virk­ar allt sam­an,“ seg­ir Marín og fékk þetta hana til þess að hugsa um öran vöxt þess­ar stétt­ar, og þá sér­stak­lega hér á Íslandi.

Miklu meira en bara afþrey­ing

„Ég veit ekki hversu oft ég heyrði fólk kalla tölvu­leiki tíma­eyðslu en núna er eins og sam­fé­lagið og eldri kyn­slóðir séu að átta sig meira á því að það er svo miklu meira í kring­um þetta en bara afþrey­ing.“

Marín seg­ist ekki hafa bú­ist við því að fá svona mikla um­fjöll­un, að minnsta kosti ekki svona snemma á henn­ar fer­il og er hún „eig­in­lega að fara smá hjá sér“. Það gef­ur auga­leið að Marín nýt­ur sín vel í þessu hlut­verki og seg­ist hún vera spennt fyr­ir fram­hald­inu.

Ýmis­legt uppi í erm­inni

„Ég hef bara svo sjúk­lega gam­an af þessu og mig lang­ar að bjóða ís­lensk­um streymur­um og tölvu­leikjanör­d­um í þátt­inn til mín reglu­lega svo eitt­hvað sé gefið til baka. Ég er ótrú­lega spennt fyr­ir fram­hald­inu og hlakka til að sýna fólki hvað ég hef upp í erm­inni.“

Hægt er að horfa á fyrsta þátt Geim­ver­unn­ar á Twitch-rás Game­Tíví eða hrein­lega hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka