Ástbjört Viðja
Leikmenn í vinsæla tölvuleiknum Among Us stóðu frammi fyrir vandamálum á netþjónum síðastliðinn fimmtudag. Þróunaraðilar hjá Innersloth neyddust til þess að loka öllum netþjónum tímabundið til þess að leysa vandamálið.
Netþjónar Among Us urðu fyrir DDoS-árás en það er þegar stafræn vélmenni (e. bots) ráðast á netþjóna þar sem þeir tefja alla umferð á þeim.
Netþjónar í Norður-Ameríku og Evrópu voru teknir niður á meðan Innersloth vinnur að lausn á vandamálinu. Innersloth fylgdi þessu eftir með tísti sem greindi frá því að netþjónarnir gætu verið aðgengilegir til skiptis, af og á, en lofaði að láta vita þegar búið væri að leysa úr þessu.
we have a sabotage going on lol
— Among Us 🚨 servers maybe ok now? (@AmongUsGame) March 25, 2022
🚨 NA and EU servers are getting DDoS'd 🚨
service will be offline while the team works on fixing it, but might take a bit, hang tight!!!!! sorry!!!