Ástbjört Viðja
Tölvuleikjaserían Halo heldur áfram að breiða úr sér í raunheimum en sérstök matreiðslubók byggð Halo-heiminum verður gefin út í ágúst.
343 Industries tilkynntu um sérstaka matreiðslubók með tísti, matreiðslubókina Halo: The Official Cookbook, sem mun innihalda yfir 70 uppskriftir.
Time to upgrade your armory right alongside your pantry. Announcing, the official Halo Cookbook from @insighteditions! Available for pre-order right now, releasing in August.
— Halo (@Halo) April 5, 2022
🍕 https://t.co/DBaBYA7BoM pic.twitter.com/zslDek8ZuX
Bókin er skrifuð af Victoriu Rosenthal en hún hefur áður gefið út matreiðslubækur byggðar á tölvuleikjum. Hún hefur meðal annars gefið út matreiðslubækur byggðar á Final Fantasy XIV, Street Fighter, Fallout og Destiny.
Hægt er að skoða vinnu hennar nánar hér, þar sem hún blandar saman tölvuleikjum og matreiðslu með því að elda mat sem hún finnur í gegnum tölvuleiki.
Halo-matreiðslubókina er hægt að forpanta nú þegar en eins og fyrr var getið, verður hún ekki gefin út fyrr en í ágúst.