Fiskveiði í Fortnite hefur verið stór þáttur leiksins frá því að afþreyingin var innleidd með öðrum kafla Fortnite. Leikmenn búa að stórtæku safni þar sem upplýsingar um fiska sem þeir hafa veitt er að finna.
Í safninu má finna svarta, auða kassa en það eru fiskar sem leikmenn hafa ekki veitt nú þegar.
Sem stendur er hægt að veiða 28 tegundir fiska í þriðja kafla af annarri seríu í Fortnite, en Epic Games bætir reglulega við nýjum tegundum fiska.
Hér fyrir neðan er listi sem Gamespot setti saman yfir þá fiska sem hægt er að veiða í Fortnite sem og upplýsingar um hvar og hvernig skal veiða þá.
1. Appelsínugulur, grænn, blár Flopper : Flopper eru algengustu fiskarnir í Fortnite og hægt er að veiða þá í hvaða veiðivatni sem er með nánast hvaða beitu sem er.
2. Svartur og blár Skjaldarfiskur : Algengasta tegund Shield-fiska, svarta og bláa má veiða hvar sem er á kortinu með hvaða beitu sem er.
3. Svartur röndóttur Skjaldarfiskur : Aðeins er hægt að finna hann á strandarsvæði Fortnite, sem þýðir að hægt er að veiða hann í nánast hvaða fiskveiðisvæði á strandarlengju kortsins. Vinsælt er að veiða fiskinn austan við Sanctuary en hægt er að notast við hvaða beitu sem er.
4. Bleikur Skjaldarfiskur : Bleika Skjaldarfiskinn er hægt að veiða hvar sem er á kortinu en það þarf að notast við Pro Fishing Rod-veiðistöngina til þess að draga hann inn.
5. Grænn Skjaldarfiskur : Grænn Skjaldarfiskur heldur sig á skógarsvæðum innan Fortnite, skógarsvæðin eru ekki mörg en góð veiðivötn má finna í kringum trén hjá The Joneses og skiptir engu máli hverskonar veiðistöng er notuð.
6. Ljósblár Skjaldarfiskur : Hægt er að veiða fiskinn hvar sem er á kortinu með hvaða veiðistöng sem er.
7. Blár Slurpfiskur : Bláa Slurpfiskinn er auðveldast að veiða af öllum Slurpfiskum, þar sem hann er að finna hvar sem er á kortinu og skiptir engu máli hverskonar veiðistöng eða beita er notuð.
8. Gulur Slurpfiskur : Gulan Slurpfisk er aðeins hægt að veiða í mýrum Fortnite en hægt er að veiða hann með hvaða veiðistöng sem er.
9. Fjólublár Slurpfiskur : Fjólubláir Slurpfiskar halda sig á hálendinu í Fortnite. Nokkur veiðivötn má finna í fjallagarðinum nálægt Misty Meadows, Retail Row og Lazy Lake en hægt er að veiða fiskinn með hvaða veiðistöng sem er.
10. Svartur og Blár Slurpfiskur : Þessir fiskar halda sig við strandarlengjuna á næturnar, leikmenn geta farið til Sanctuary að nóttu til og veitt fiskinn með hvaða veiðistöng sem er.
11. Hvítur Slurpfiskur : Hvítan Slurpfisk þarf að veiða með Pro Fishing Rod-veiðistöng en hann heldur sig í mýrum Fortnite og bítur aðeins á að nóttu til.
12. Lítil Ljósblá, Brún og Fjólublá Fiskaseiði : Þessi fiskaseiði er hægt að veiða hvar sem er í Fortnite. Hinsvegar er aðeins hægt að veiða þau utan við veiðivötnin, þá geta leikmenn notast við hvaða veiðistöng sem er og kastað út í vötn sem eru ekki freyðandi.
13. Lítið Svart Fiskaseiði : Svört Fiskaseiði eru að finna allsstaðar í Fortnite en aðeins að nóttu til.
14. Lítið Blátt Fiskaseiði : Blá Fiskaseiði eru aðeins að finna á strandarlengjunni, Sweaty Sands, Sanctuary og allar aðrar strendur búa að slíkum seiðum.
15. Slurp Marglytta : Slurp Marglyttan er auðveldust að veiða, en hana er að finna hvar sem er á kortinu og skiptir engu máli hverskonar veiðistöng er notuð.
16. Dökk Vanguard-Marglytta : Dökk Vanguard-Marglytta er eitt sjaldgæfasta sjávardýrið/fiskurinn í Fortnite. Hægt er að veiða hana hvar sem er á kortinu en aðeins að nóttu til.
17. Kúr Marglytta : Krúttlegasta sjávardýrið/fiskurinn í Fortnite er að finna í djúpum mýrum en hægt er að ná henni með hvaða veiðistöng sem er.
18. Peely Marglytta : Peely Marglyttan heldur sig á hálendinu og þarf að ná henni með Pro Fishing Rod-veiðistöng.
19. Fjólublá Marglytta : Fjólubláa Marglyttan heldur sig á strandarlengjunni og hægt er að notast við hvaða veiðistöng sem er.
20. Fjólublár og Appelsínugulur Varmafiskur : Fjólubláa og Appelsínugula Varmafiska er hægt að veiða hvar sem er á korti Fortnite, en stofninn er einstaklega stór í kringum The Joneses. Hægt er að nota hvaða veiðistöng sem er.
21. Hrafna Varmafiskur : Þennan fisk þarf að veiða með Pro Fishin Rod-veiðistöng og er að finna á strandarlengjunni.
22. Grænn Varmafiskur : Græni Varmafiskurinn heldur sig í suðurtjörnum hjá The Joneses og hægt er að veiða hann með hvaða stöng sem er.
23. Rauðir og Grænir Varmafiskar : Líkt og Græni Varmafiskurinn, þá heldur Rauði og Græna útgáfan af Varmafisknum sig í tjörnum suður við The Joneses og hægt er að veiða hann með venjulegri veiðistöng.
24. Silvur Varmafiskur : Silvur Varmafiskurinn heldur sig á eyðimerkursvæðum Fortnite og þarf að notast við Pro Fishing Rod-veiðistöng til þess að ná honum.
Þetta eru fiskarnir sem hægt er að veiða í þriðja kafla af seríu tvö í Fortnite, fæsta fiska þarf að veiða með Pro Fishing Rod-veiðistöng eða á sérstöku svæði.
Ef leikmenn eiga í erfiðleikum með að ná ákveðnum fisk er lítið við því að gera en að tryggja að veitt sé á réttum svæðum með réttum búnaði og svo reynir á þolinmæðina.