Upplýsingar um fiskveiði í Fortnite

Fiskveiði í Fortnite.
Fiskveiði í Fortnite. Grafík/Epic Games

Fisk­veiði í Fortnite hef­ur verið stór þátt­ur leiks­ins frá því að afþrey­ing­in var inn­leidd með öðrum kafla Fortnite. Leik­menn búa að stór­tæku safni þar sem upp­lýs­ing­ar um fiska sem þeir hafa veitt er að finna.

Í safn­inu má finna svarta, auða kassa en það eru fisk­ar sem leik­menn hafa ekki veitt nú þegar.

Sem stend­ur er hægt að veiða 28 teg­und­ir fiska í þriðja kafla af ann­arri seríu í Fortnite, en Epic Games bæt­ir reglu­lega við nýj­um teg­und­um fiska.

Hér fyr­ir neðan er listi sem Gamespot setti sam­an yfir þá fiska sem hægt er að veiða í Fortnite sem og upp­lýs­ing­ar um hvar og hvernig skal veiða þá.

Fisk­ar og upp­lýs­ing­ar : 

1. App­el­sínu­gul­ur, grænn, blár Flopp­er : Flopp­er eru al­geng­ustu fisk­arn­ir í Fortnite og hægt er að veiða þá í hvaða veiðivatni sem er með nán­ast hvaða beitu sem er.

2. Svart­ur og blár Skjald­ar­fisk­ur : Al­geng­asta teg­und Shield-fiska, svarta og bláa má veiða hvar sem er á kort­inu með hvaða beitu sem er.

3. Svart­ur rönd­ótt­ur Skjald­ar­fisk­ur : Aðeins er hægt að finna hann á strand­ar­svæði Fortnite, sem þýðir að hægt er að veiða hann í nán­ast hvaða fisk­veiðisvæði á strand­ar­lengju korts­ins. Vin­sælt er að veiða fisk­inn aust­an við Sanctu­ary en hægt er að not­ast við hvaða beitu sem er.

4. Bleik­ur Skjald­ar­fisk­ur : Bleika Skjald­ar­fisk­inn er hægt að veiða hvar sem er á kort­inu en það þarf að not­ast við Pro Fis­hing Rod-veiðistöng­ina til þess að draga hann inn.

5. Grænn Skjald­ar­fisk­ur : Grænn Skjald­ar­fisk­ur held­ur sig á skóg­ar­svæðum inn­an Fortnite, skóg­ar­svæðin eru ekki mörg en góð veiðivötn má finna í kring­um trén hjá The Jo­neses og skipt­ir engu máli hvers­kon­ar veiðistöng er notuð.

6. Ljós­blár Skjald­ar­fisk­ur : Hægt er að veiða fisk­inn hvar sem er á kort­inu með hvaða veiðistöng sem er.

7.  Blár Slurp­fisk­ur : Bláa Slurp­fisk­inn er auðveld­ast að veiða af öll­um Slurp­fisk­um, þar sem hann er að finna hvar sem er á kort­inu og skipt­ir engu máli hvers­kon­ar veiðistöng eða beita er notuð.

8. Gul­ur Slurp­fisk­ur : Gul­an Slurp­fisk er aðeins hægt að veiða í mýr­um Fortnite en hægt er að veiða hann með hvaða veiðistöng sem er.

9. Fjólu­blár Slurp­fisk­ur : Fjólu­blá­ir Slurp­fisk­ar halda sig á há­lend­inu í Fortnite. Nokk­ur veiðivötn má finna í fjallag­arðinum ná­lægt Misty Mea­dows, Retail Row og Lazy Lake en hægt er að veiða fisk­inn með hvaða veiðistöng sem er.

10. Svart­ur og Blár Slurp­fisk­ur : Þess­ir fisk­ar halda sig við strand­ar­lengj­una á næt­urn­ar, leik­menn geta farið til Sanctu­ary að nóttu til og veitt fisk­inn með hvaða veiðistöng sem er.

11. Hvít­ur Slurp­fisk­ur : Hvít­an Slurp­fisk þarf að veiða með Pro Fis­hing Rod-veiðistöng en hann held­ur sig í mýr­um Fortnite og bít­ur aðeins á að nóttu til.

12. Lít­il Ljós­blá, Brún og Fjólu­blá Fiska­seiði : Þessi fiska­seiði er hægt að veiða hvar sem er í Fortnite. Hins­veg­ar er aðeins hægt að veiða þau utan við veiðivötn­in, þá geta leik­menn not­ast við hvaða veiðistöng sem er og kastað út í vötn sem eru ekki freyðandi.

13. Lítið Svart Fiska­seiði : Svört Fiska­seiði eru að finna allsstaðar í Fortnite en aðeins að nóttu til.

14. Lítið Blátt Fiska­seiði : Blá Fiska­seiði eru aðeins að finna á strand­ar­lengj­unni, Sweaty Sands, Sanctu­ary og all­ar aðrar strend­ur búa að slík­um seiðum.

15. Slurp Mar­glytta : Slurp Mar­glytt­an er auðveld­ust að veiða, en hana er að finna hvar sem er á kort­inu og skipt­ir engu máli hvers­kon­ar veiðistöng er notuð.

16. Dökk Vangu­ard-Mar­glytta : Dökk Vangu­ard-Mar­glytta er eitt sjald­gæf­asta sjáv­ar­dýrið/​fisk­ur­inn í Fortnite. Hægt er að veiða hana hvar sem er á kort­inu en aðeins að nóttu til.

17. Kúr Mar­glytta : Krútt­leg­asta sjáv­ar­dýrið/​fisk­ur­inn í Fortnite er að finna í djúp­um mýr­um en hægt er að ná henni með hvaða veiðistöng sem er.

18. Peely Mar­glytta : Peely Mar­glytt­an held­ur sig á há­lend­inu og þarf að ná henni með Pro Fis­hing Rod-veiðistöng.

19. Fjólu­blá Mar­glytta : Fjólu­bláa Mar­glytt­an held­ur sig á strand­ar­lengj­unni og hægt er að not­ast við hvaða veiðistöng sem er.

20. Fjólu­blár og App­el­sínu­gul­ur Varma­fisk­ur : Fjólu­bláa og App­el­sínu­gula Varma­fiska er hægt að veiða hvar sem er á korti Fortnite, en stofn­inn er ein­stak­lega stór í kring­um The Jo­neses. Hægt er að nota hvaða veiðistöng sem er.

21. Hrafna Varma­fisk­ur : Þenn­an fisk þarf að veiða með Pro Fis­hin Rod-veiðistöng og er að finna á strand­ar­lengj­unni.

22. Grænn Varma­fisk­ur : Græni Varma­fisk­ur­inn held­ur sig í suðurtjörn­um hjá The Jo­neses og hægt er að veiða hann með hvaða stöng sem er.

23. Rauðir og Græn­ir Varma­fisk­ar : Líkt og Græni Varma­fisk­ur­inn, þá held­ur Rauði og Græna út­gáf­an af Varma­fiskn­um sig í tjörn­um suður við The Jo­neses og hægt er að veiða hann með venju­legri veiðistöng.

24. Silv­ur Varma­fisk­ur : Silv­ur Varma­fisk­ur­inn held­ur sig á eyðimerk­ur­svæðum Fortnite og þarf að not­ast við Pro Fis­hing Rod-veiðistöng til þess að ná hon­um.

Þol­in­mæði þraut­ir vinn­ur all­ar

Þetta eru fisk­arn­ir sem hægt er að veiða í þriðja kafla af seríu tvö í Fortnite, fæsta fiska þarf að veiða með Pro Fis­hing Rod-veiðistöng eða á sér­stöku svæði.

Ef leik­menn eiga í erfiðleik­um með að ná ákveðnum fisk er lítið við því að gera en að tryggja að veitt sé á rétt­um svæðum með rétt­um búnaði og svo reyn­ir á þol­in­mæðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert