Chris Pratt og Jack Black í aðalhlutverkum

Chris Pratt og Jack Black fara með aðalhlutverk í Super …
Chris Pratt og Jack Black fara með aðalhlutverk í Super Mario-kvikmyndinni. Samsett mynd/AFP/Glenn Harris/Photorazzi

Super Mario-kvik­mynd­inni hef­ur verið seinkað aft­ur, en hún átti að koma út á vetr­ar­sól­stöðum þann 21. des­em­ber á þessu ári. Útgáf­unni hef­ur nú verið seinkað fram í apríl á næsta ári.

Þann 7. apríl á næsta ári mun kvik­mynd­in koma út í Norður-Am­er­íku áður en hún verður aðgengi­leg í heimalandi Nin­t­endo, Jap­an, en mynd­in kem­ur út þann 28. apríl í Jap­an.

Shigeru Miyamoto hjá Nin­t­endo til­kynn­ir um seink­un­ina á Twitter og harm­ar hana mjög.

„Ég biðst inni­lega af­sök­un­ar, en ég lofa að hún verður þess virði að bíða eft­ir,“ seg­ir Miyamoto.

Chris Pratt og Jack Black

Kvik­mynd­in er í vinnslu hjá fram­leiðslu­ver­inu Illum­inati­on Entertain­ment, sem m.a. gerði mynd­ina Aul­inn Ég (e. Despica­ble Me).

Mario-mynd­in skart­ar fræg­um leik­ur­um á borð við Chris Pratt sem Mario, Anya Tayl­or-Joy sem Peach og Jack Black sem Bowser. Char­les Mart­inet, sem tal­ar fyr­ir Mario í tölvu­leikj­un­um, mun einnig bregða fyr­ir.

Hótað að brjóta hné­skelj­arn­ar

Lítið sem ekk­ert er vitað um söguþráðinn í kvik­mynd­inni en Charlie Day, sem tal­ar fyr­ir Luigi, staðfesti í fe­brú­ar að hann væri nú þegar byrjaður að taka upp setn­ing­ar fyr­ir kvik­mynd­ina - en að hann geti ekki sagt meira.

„Ég myndi elska að fá að segja ykk­ur allt um þetta, en þau eru há­leynd með þetta dót. Al­gjör­lega, þetta er al­vöru dæmi,“ sagði Day.

„Ég veit ekk­ert. Ég mæti og þau eru al­veg „þú seg­ir þetta og þú seg­ir hitt“. Og þetta er allt mjög fyndið og gott. Svo þegar ég labba út þá eru tveir menn í sam­fest­ing með hamra sem eru al­veg „Ekki dirf­ast til að segja nein­um frá þessu Charlie. Ég sver til Guðs að við mun­um ná hné­skelj­un­um þínum, við mun­um brjóta á þér háls­inn.“

Þekkt­ir leik­ar­ar fara með aðal­hlut­verk­in

Sem fyrr seg­ir eru mörg þekkt and­lit í kvik­mynda­brans­an­um sem munu fara með hlut­verk inn­an Mario-kvik­mynd­inn­ar, en hér að neðan er listi yfir þau allra helstu.

Chris Pratt sem Mario

Anya Tayl­or-Joy sem Peach

Charlie Day sem Luigi

Jack Black sem Bowser

Fred Armisen sem Cran­ky Kong

Kevin Michael Rich­ards­son sem Kam­ek

Sebastian Man­iscalco sem Spike

Keeg­an-Michael Key sem Toad

Seth Rogen sem Don­key Kong

Char­les Mart­inet sem eitt­hvað „óvænt“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert