Annað tímabil í tölvuleiknum Halo Infinite er að renna í garð en það gengur undir nafninu „Einfarar“ (e. Lone Wolves).
Framleiðsluverið á bakvið leikinn, 343 Industries, birti stríðnisstiklu sem gefur lítillega til kynna um hvers má vænta af tímabilinu ásamt öðru streymi frá þróunaraðilum og litlum leiðarvísi, en tímabilið hefst á þriðjudaginn, þann 3. maí.
Tímabilið kemur með stórri uppfærslu á leiknum, bardagapössum og nýjum hlutum í versluninni. Hlutir eins og skart fyrir Spartana, titlana, bifreiðarnar og fleira verða í boði. Auk þess eru þrír nýjir leikhamir á leiðinni.
Sem stendur eru engar upplýsingar um það hvenær tímabilið klárast - en ef Halo-tímabilin munu svipa eitthvað til annarra leikja þá má búast við rúmlega þriggja mánaða löngum tímabilum.
„Í hnotskurn, erum við skuldbundin því að færa ykkur meira efni og þá hraðar,“ segir Joseph Staten hjá Halo-teyminu, í stuttum leiðarvísi um annað tímabilið.
Framleiðsluverið hefur notað fyrsta tímabilið mikið til þess að móta leikinn eftir þeim þörfum sem leikmenn nútímans hafa, en margt hefur breyst frá því að fyrsti Halo-leikurinn kom út.
343 hefur nú þegar greint frá því að teymið hafi einbeitt sér að þróun svindlvarnarkerfinu, og stefnir á að uppfæra það enn frekar.
Eins mun 343 byrja að gefa út mánaðarlegar uppfærslur, sem kallast „Drop Pods“. Drop Poddin hafa þann tilgang að laga hugsanleg vandamál innanleikjar eftir uppfærslur.
Sem fyrr segir eru þrír nýjir leikhamir væntanlegir. Meðal annars „Síðasti Spartinn“ en honum er lýst sem frjálsum útrýmingarham (e. free-for-all elimination mode).
Annar er „Konungur Hólsins“, þá keppast leikmenn um að halda í hólinn eins lengi og þeir geta. Bæði er hægt að spila þann ham sem lið gegn liði eða þá allir á móti öllum.
Sá þriðji er „Land Grip“, sem einskonar blanda af Konung Hólsins og annars klassísks hams, Yfirráðarsvæði. Leikmenn keppast um að ná yfirráðum yfir lóðum sem eru á víð og dreif um kortið.
Söguþráður annars tímabilsins mun segja ítarlegar frá Sigrid Eklund og Hiseu Dinh, sem eru á bakvið óvinina og reyna að færa akademíunni nokkuð „áhugavert og hættulegt“ á ný.
Streymið frá þróunaraðilunum var skyndilega truflað með undarlegri og óútskýrðri stiklu, sem vakti upp spurningar hjá þeim sem fylgdust með. Hvað það var mun líta dagsins ljós von bráðar, hvort sem það verður útskýrt þegar annað tímabil hefst eða þegar lengra líður á það.