Seinna tímabil Halo komið í loftið

Halo.
Halo. Grafík/343 Industries

Seinna tíma­bil í tölvu­leikn­um Halo er hafið, tíma­bilið kall­ast Ein­far­ar (e. Lone Wolfs) og fór af stað klukk­an 18:00 á ís­lensk­um tíma.

Tíma­bilið fær­ir leik­mönn­um tvö ný kort, Ca­ta­lyst og Brea­ker, ásamt nýj­um leik­höm­um.

Kon­ung­ur Hóls­ins og Land Grip snúa aft­ur í leik­inn, en það eru leik­ham­ir úr fyrri Halo-leikj­um. Nýr leik­ham­ur er einnig kynnt­ur til leiks, Síðasti Spart­inn, en þar kepp­ast tólf leik­menn um að halda sér lif­andi sem lengst, en þeir hafa fimm líf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert