Húsin í Hogwarts hafa komið sér upp orðspori og nokkrum eiginleikum sem eru notaðir til þess að lýsa nemendunum sem búa í þeim. En í Hogwarts Legacy-tölvuleiknum mega leikmann búast við því að þurfa að taka siðferðilegar ákvarðanir sem snúa gegn lýsingu og gildum hússins þeirra.
Þó að ekki sé búið að segja frá öllum smáatriðunum, þá er óhætt að segja að spennandi verður að geta kafað dýpra og persónulegar ofan í hvern galdramann í stað þess að skilgreina þá aðeins eftir hverju húsi.
Með því að taka ákvörðun sem snýr gegn gildum hússins getur það haft áhrif á upplifun leikmannsins og samskiptin við aðrar persónur í Hogwarts Legacy.
Leikmenn geta valið á milli fjögurra húsa til þess að búa í. Gryffindor stendur fyrir hugrekki, dirfsku og riddaramennsku, á meðan nemendur í Hufflepuff eru persónugerðir sem þolinmóðir, tryggir og vinnusamir.
Ravenclaw húsið leggur upp úr greind, hnyttni og visku en svo eru nemendur Slytherins yfirleitt metnaðarfullir, lævísir og útsjónarsamir.
Vegna takmarkaðar framasetningar hvers hús í gegnum Harry Potter-myndaröðina, er Gryffindor einnig tengt við hetjur, á meðan Slytherin hefur orð á sér fyrir að framleiða illa galdrakarla og konur. Hogwarts Legacy gæti gefið leikmönnum tækifæri til að véfengja þessar hugmyndir.
Nú þegar hefur verið staðfest að leikmenn geti kosið sitt eigið hús í Hogwartz Legacy, en óvíst er hvaða áhrif það hefur á leikjaspilið og söguþráðinn í heild sinni.