Ástbjört Viðja
Óla Blöndal, einnig þekkt sem olalitla96, er nú í beinni útsendingu. En hún streymir til styrktar Píeta Samtökunum og er vægast sagt þétt dagskrá framundan í dag.
Næg dagskrá er framundan í dag en hún mun fá til sín ýmsa gesti þar sem verður spjallað við áhorfendur og spilað með þeim, það fer fram uppboð á málverki sem að einn gestanna málaði og rennur ágóðinn af því einnig til Píeta Samtakanna. Fjölda veglegra vinninga verða líka gefnir áhorfendum og tekið verður á ýmsum áskorunum.
Hægt er að fylgjast með streyminu hér að neðan en hafi áhorfendur hug á að spjalla við Ólu og gesti í spjallglugganum eða taka þátt í söfnuninni þá skal opna streymið á Twitch-rás Ólu.