Skráning íslenskra kvenna var yfir 20%

Spilað í íslenskum Valorant-deildum á vegum Rafíþróttasamtaka Íslands.
Spilað í íslenskum Valorant-deildum á vegum Rafíþróttasamtaka Íslands. Grafík/Rafíþróttasamtök Íslands

Skráningar í íslensku Valorant-deildirnar hafa verið staðfestar og búið er að stilla upp deildum með um það bil 130 keppendum, þar af voru yfir 20% kvenmenn.

„Fyrsta tímabil Valorant-deilda mun tefla fram u.þ.b 130 keppendum í fimm deildum og tveim flokkum!“ segir í tilkynningu Rafíþróttasamtaka Íslands sem birtist á Facebook-hóp íslenska Valorant-samfélagsins sem og á Discord-rás íslenska-Valorant samfélagsins.

Rúmlega 20% skráning kvenmenn

Rúmlega 20% skráninga í deildirnar voru í fyrirhuguðum kvennaflokk, sem gerir það að verkum að fyrsta kvennadeildin í nokkurri rafíþrótt á Íslandi, að RÍSÍ vitandi, hefur verið skipuð.

„Þetta hefði ekki getað gerst án þessa samfélags sem hefur verið sístækkandi síðastliðið árið og viljum við hrósa öllum sem hafa komið að mótunum með einhverjum hætti.“

Í beinni útsendingu

Hægt er að nálgast helstu upplýsingar um deildirnar á ChallengerMode svæði RÍSÍ, en sýnt verður frá báðum flokkum úrvalsdeildar Valorant á Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands. Streymin fara fram sunnudagana 15., 22. og 29. maí frá klukkan 18:50.

Laugardaginn 4. júní er jafnframt stefnt að því að streyma frá úrslitum úrvalsdeilda í báðum flokkum í beinni útsendingu frá klukkan 17:50. Auk þess verður hægt að fylgjast með þeim í beinni í rafíþróttahöllinni Arena, en þar munu liðin fá tækifæri til að mæta í hús og spila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert