Eiginleikar PlayStation-fjarstýringunnar gerir það að verkum að leikmenn geta fengið dýpri upplifun á tölvuleikjum við spilun.
Hogwarts Legacy, sem kemur út á þessu ári, er einn þeirra leikja sem hægt er að fá dýpri upplifun á með því að spila í gegnum PlayStation.
Í bloggfærslu frá PlayStation er farið yfir það hvernig PlayStation-fjarstýringin samræmist leiknum, en hún hegðar sér t.d. eins og framlenging á galdrastafnum.
Fjarstýringin mun titra og lýsast upp í takt við atburði leiksins, hvort sem verið er að galdra, kremja hráefni í morteli eða fljúga.
Fjarstýringin mun einnig lýsa í litum þess húss sem leikmaður velur sér. Þá lýsir hún í bláum og brons litum spili leikmaður fyrir Ravenclaw, rauðum og gullnum litum spili leikmaður fyrir Gryffindor, grænum og silfur litum spili leikmaður fyrir Slytherin en gulum og svörtum spili leikmaður fyrir Hufflepuff.
Spili leikmaður án heyrnatóla, má heyra aukahljóð úr fjarstýringunni sjálfri. Aukahljóð sem eiga að veita leikmanni dýpri upplifun, en þá má nefna aukahljóð eins og brak í eldi, vængjaslátt Hippogriff og í áhrifum galdra sem framkvæmdur verða.