Á endanum varð ég miklu betri

Ingólfur Sigurðsson, rafíþróttamaður.
Ingólfur Sigurðsson, rafíþróttamaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ingólf­ur Sig­urðsson, einnig þekkt­ur sem ILO, er 22 ára gam­all Overwatch-leikmaður en hann æfir og kepp­ir með XY Esports sem hampaði 4. sæti í Al­menna Bik­arn­um.

Sam­hliða því að iðka rafíþrótt­ir starfar Ingólf­ur sem tækni­teikn­ari hjá Ými Technologies, en þá hef­ur hann kvöld­in til þess að sækja æf­ing­ar með liðinu.

Æfing­ar fara fram þris­var til fimm sinn­um í viku en þá er liðið ým­ist að spila eða að skoða mynd­bönd og end­ur­spil af leikj­um með þjálf­ar­an­um. XY er með æf­ingaaðstöðu í Garðabæn­um þar sem liðið hitt­ist og spil­ar sam­an.

Fylgt hon­um í tutt­ugu ár

Spurður út í raf­heitið ILO, seg­ir Ingólf­ur nafnið hafa fylgt hon­um í tutt­ugu ár, eða frá því að hann var tveggja ára gam­all.

„Það er nafnið sem öll fjöl­skyld­an mín not­ar um mig, en það kem­ur frá því að ég var tveggja ára gam­all að reyna að segja nafnið mitt. Ég sagði bara „íló“ og það hef­ur verið fast við mig síðan,“ seg­ir Ingólf­ur í sam­tali við mbl.is.

„Það merk­ir líka gleði á finnsku, en ég bjó í Finn­landi á þess­um tíma.“

Staðráðinn í að bæta sig

Ingólf­ur seg­ist standa í þakk­ar­skuld við stóra frænda sinn Ingimar, en hann seg­ir frænda sinn eiga þátt í því að hann sé í rafíþrótt­um í dag.

Þeir frænd­ur voru van­ir að gista sam­an og þá var eytt ófá­um kvöld­um í að spila tölvu­leiki og skemmta sér, sem vakti upp keppn­is­skap Ing­ólfs.

„Hann er tals­vert eldri en ég og þegar við spiluðum tölvu­leiki sýndi hann enga mis­kunn og gjör­sam­lega rústaði mér í öllu sem við spiluðum. Það vakti upp keppn­is­skapið í mér og ég var staðráðinn í því að æfa mig og verða betri svo ég gæti unnið hann.“

„Á end­an­um, varð ég miklu betri og hélt sama sam­keppn­is-hug­ar­fari.“

Sér­stök dýpt í Overwatch

Það kem­ur því eng­um á óvart að upp­á­halds­leik­ur Ing­ólfs sé Overwatch, sem er keppn­is­bund­inn liðal­eik­ur sem hægt er að spila á marga vegu.

Þá stend­ur hvert lið sam­an af fimm leik­mönn­um sem leggj­ast til at­lögu við annað lið, en hver leikmaður vel­ur sér hetju til spil­un­ar áður en bar­dagi hefst.

„Hann er með ein­hverja dýpt og kenn­ing­ar sem ég hef enn ekki séð neinn ann­an leik kom­ast ná­lægt því að áorka.“

Úr flippi í stíf­ar æf­ing­ar

Ingólf­ur hafði spilað Overwatch í ein­hvern tíma með vin­um sín­um þegar þeir sáu aug­lýs­ingu fyr­ir Al­menna Bik­ar­inn og ákváðu að skrá sig til leiks í ís­lensku keppn­is­sen­una.

„Síðan þá hafa rafíþrótt­ir stækkað gríðarlega mikið á mjög stutt­um tíma, og kom­in miklu meiri al­vara í þetta,“ seg­ir Ingólf­ur.

Þar að auki nefn­ir hann að þetta hafi breyst úr því að vera „vina­hóp­ur að flippa“ yfir í „íþrótta­klúbb sem æfir stíft og und­ir­býr sig vel fyr­ir leiki“.

Ingólfur Sigurðsson, rafíþróttamaður.
Ingólf­ur Sig­urðsson, rafíþróttamaður. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Slá járnið á meðan það er heitt

Rafíþrótta­sen­an er búin að stækka gríðarlega mikið sein­ustu þrjú árin hér á Íslandi og seg­ir Ingólf­ur starf­sem­ina inn­an henn­ar vera bæði mikla og góða.

„Við erum að sjá krakka æfa rafíþrótt­ir, stærstu mót heims eru hald­in hér á landi, stór­ir ís­lensk­ir viðburðir eru haldn­ir og svo margt fleira.“

„Það sem ég myndi vilja gera, er bara að slá járnið á meðan það er heitt, setja pen­ing í þetta, aug­lýsa, stækka þetta og sjá hversu langt við get­um farið.“

Ingólf­ur er að eig­in sögn frek­ar „ung­ur spil­ari“, en hann fékk sína fyrstu PC-tölvu fyr­ir tæp­um þrem­ur árum síðan, í lok árs 2019. Hon­um hef­ur samt tek­ist að bæta sig hratt og ör­ugg­lega í Overwatch. Hef­ur hann það að mark­miði að halda áfram að bæta sig og að spila á fleiri og stærri mót­um.

Ógleym­an­leg­ar minn­ing­ar og þakk­læti

Ljóst er að heim­ur rafíþrótta hafi fangað hug Ing­ólfs og seg­ist hann jafn­framt eiga marg­ar frá­bær­ar minn­ing­ar þaðan.

„Það sem stend­ur mest upp úr er per­sónu­legt af­rek hjá mér, þegar ég náði 4400 sk­ill rat­ing og komst á lista yfir tutt­ugu bestu spil­ara í Evr­ópu,“ seg­ir Ingólf­ur en bæt­ir við að fyrsta mótið sem hann og fé­lag­ar tóku þátt í sem lið hafi verið ógleym­an­legt.

Að lok­um þakk­ar Ingólf­ur kær­ust­unni sinni sér­stak­lega fyr­ir alla þá þol­in­mæði sem hún hef­ur sýnt hon­um og fyr­ir þann skiln­ing sem hún sýn­ir hon­um og spila­mennsk­unni.

Hægt er að fylgj­ast með Ingólfi á Twitch-rás­inni ilo_ow, en hann streym­ir þar reglu­lega í góðri stemn­ingu með áhorf­end­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert