Diablo Immortal kom út síðastliðinn fimmtudag, þann 2. júní, en hann var upprunalega hannaður sem farsímaleikur.
Leikurinn er þó einnig spilanlegur á PC-tölvum og býr þá að nokkrum eiginleikum til viðbótar.
Á YouTube-aðganginum ElAnalistaDeBits var birt myndband sem sýnir frá grafískum gæðum leiksins í PC-tölvu samanborið við farsímaútgáfuna í Samsung Galaxy S21.
Athygli vakti á góðum gæðum farsímaútgáfunnar, en grafíkin í PC-útgáfunni býr að fleiri myndrænum áhrifum og stillingum.
ElAnalistaDeBits segir augljóst að leikurinn hafi verið hannaður fyrir farsíma, en að hann sé þrátt fyrir það ásættanlegur.
Hér að neðan má sjá myndbandið.