This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Þriðja tímabil þriðja kafla í Fortnite er hafið, en tímabilið ber nafnið „Vibin'“ og lýsir Epic Games því sem „einni stórri veislu á eyjunni“.
Í Vibin heimsækja leikmenn Reality Falls, þéttvaxinn og töfrandi skóg og geta jafnframt gróðursett „Realty Saplings“ sem skora á leikmenn í bardaga og geta gefið af sér mythic-fjársjóð.
Þar að auki koma reiðskjótar til sögunnar en leikmenn geta ferðast um á úlfum eða björnum sem finnast innanleikjar, og ráðist til atlögu á þeim án þess að fara af baki.
„Hoppaðu ofan á úlf eða björn til þess að ríða á þeim! Þú þarft ekki að fara af baki til þess að berjast, skjóttu eða kastaðu vopnum á meðan þú ert á baki,“ segir á heimasíðu Epic Games.
Verðlaun fyrir hundraðasta þrep bardagapassans voru einnig opinberuð, en þau eru engin önnur en Svarthöfði sjálfur.
Geta þá leikmenn spilað sem Svarthöfði og lofar Epic Games tilkomu Indiana Jones síðar á tímabilinu.
Nánar um þetta má lesa í tilkynningu frá Epic Games.