Geta ráðist til atlögu af baki úlfs

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Þriðja tíma­bil þriðja kafla í Fortnite er hafið, en tíma­bilið ber nafnið „Vi­bin'“ og lýs­ir Epic Games því sem „einni stórri veislu á eyj­unni“.

    Í Vi­bin heim­sækja leik­menn Reality Falls, þétt­vax­inn og töfr­andi skóg og geta jafn­framt gróður­sett „Realty Saplings“ sem skora á leik­menn í bar­daga og geta gefið af sér mythic-fjár­sjóð.

    Ríða um eyj­una

    Þar að auki koma reiðskjót­ar til sög­unn­ar en leik­menn geta ferðast um á úlf­um eða björn­um sem finn­ast inn­an­leikj­ar, og ráðist til at­lögu á þeim án þess að fara af baki.

    „Hoppaðu ofan á úlf eða björn til þess að ríða á þeim! Þú þarft ekki að fara af baki til þess að berj­ast, skjóttu eða kastaðu vopn­um á meðan þú ert á baki,“ seg­ir á heimasíðu Epic Games.

    Hægt er að ríða um eyjuna í Fortnite á úlfum …
    Hægt er að ríða um eyj­una í Fortnite á úlf­um eða björn­um. Grafík/​Epic Games

    Verðlaunaðir með Svart­höfða

    Verðlaun fyr­ir hundraðasta þrep bar­dagapass­ans voru einnig op­in­beruð, en þau eru eng­in önn­ur en Svart­höfði sjálf­ur.

    Geta þá leik­menn spilað sem Svart­höfði og lof­ar Epic Games til­komu Indi­ana Jo­nes síðar á tíma­bil­inu.

    Nán­ar um þetta má lesa í til­kynn­ingu frá Epic Games.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert