Ógnvænleg ýlfur í skjóli næturinnar

The Sims 4 Werewolves.
The Sims 4 Werewolves. Grafík/Electronic Arts

Sögusagnir um komu varúlfa í tölvuleikinn Sims 4 voru staðfestar eftir að Maxis afhjúpaði næsta og seinasta aukapakkann frá síðasta leiðarvísinum.

Dýpri innsýn um helgina

Maxis opinberaði leikinn síðastliðinn fimmtudag en þá var streymt frá kynningarstiklu leikjapakkans, The Sims 4 Werewolves.

Leikurinn verður aðgengilegur til spilunar þann 16. júní en nú þegar er hægt að kaupa hann í forsölu.

Nánar um leikinn má lesa hér eða með þvi að horfa á streymi þróunaraðila um leikinn sem fer fram á föstudaginn. Streymið fer fram á YouTube og Twitch klukkan 18:00 á staðartíma.

Tveir loðnir hópar

Með leiknum fylgir nýr heimur, Moonwood Mills, dularfullur bær nálægt timburmyllu. Þar eru heimaslóðir tveggja varúlfahópa, Moonwood Collective og Wildfangs.

Sá fyrrnefndi býr að varúlfum sem leggja áherslu á að halda í hefðir og sjálfsstjórn.

Sá síðarnefndi skipast hinsvegar af villtum og uppreisnargjörnum varúlfum sem leggja upp úr því að samþykkja, bæta og elska sjálfan sig og fá innblástur sinn af pönki og „grunge“-tísku.

Varúlfar geta verið allskonar í The Sims 4 Werewolves.
Varúlfar geta verið allskonar í The Sims 4 Werewolves. Grafík/Electronic Arts

Þinn eigin varúlfur

Leikmenn geta búið til sína eigin varúlfa í Skapaðu Sims-valmyndinni, en því fylgir ákveðin ábyrgð.

Kraftar varúlfa styrkjast í gegnum spilunina og geta varúlfarnir orðið að forystuvarúlfi þess hóps sem valinn er.

„Svaraðu kalli næturinnar í The Sims 4 Werewolves-leikjapakkanum,“ segir í tilkynningu frá Maxis á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka