Aurora Verkefninu hugsanlega lekið

Aurora Verkefnið snýr að nýjum Call of Duty-farsímaleik.
Aurora Verkefnið snýr að nýjum Call of Duty-farsímaleik. Grafík/Activision Blizzard

Leikjaspiluninni í væntanlegum Call of Duty-farsímaleik hefur hugsanlega verið lekið fyrir útgáfu, en leikurinn hefur gengið undir dulnefninu „Aurora Verkefnið“.

Myndband og skjáskot hafa gengið á milli manna á netinu og eru sögð vera af Aurora Verkefninu, sem kom út í lokaðri Alpha-útgáfu í síðasta mánuði.

Aurora Verkefnið var fyrst opinberað í mars, þegar Activision tilkynnti um Warzone-farsímaleik í bígerð. 

Byrjar á hefðbundinn máta

VGC greindi fyrst frá þessu og birti myndbandið sem er sagt vera lekið af Aurora Verkefninu. Í upphafi myndbandsins má sjá hefðbundna byrjun á Warzone-viðureign, þegar leikmenn hoppa úr flugvélinni í Verdansk.

Þó að myndbandið sé ekki nema um tvær mínútur að lengd, eru fjölda upplýsinga að finna þar.

Myndbandið má horfa á hér að neðan, en það sýnir stuttlega frá leikjaspiluninni, þegar leikmenn lenda á kortinu og byrja svo að ryðjast inn í byggingu.

Hefðbundin valmynd fyrir farsíma

Notendavalmyndin virðist vera hefðbundin fyrir farsímaleik, þar sem „aðgerðarfleti“ undir helstu aðgerðir eru að finna á hægri hönd. Þá fleti nota leikmenn til þess að krjúpa, skjóta, hlaða byssuna, miða og þess háttar.

Á vinstri hönd hafa leikmenn aðgengi að bakpokanum sínum og skjöld en neðst á skjánum, rétt fyrir ofan lífstigin, má finna vopnin sem leikmaðurinn er með á sér og fjárhagslega stöðu hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert