Ástbjört Viðja
Von er á stórri uppfærslu í tölvuleiknum Halo Infinite í ágúst sem snýr að samvinnuham. Þá geta leikmenn ráfað um hinn opna heim Halo með öðrum Master Chief og unnið saman.
Aðilar í Halo Insider gætu fengið að prófa þennan eiginleika fyrr þar sem að 343 Industries, framleiðsluverið á bakvið leikinn, hefur tilkynnt um innleiðingu hans í júlí fyrir aðila í Halo Insider.
With #HaloInfinite campaign network co-op arriving later this year, we're planning to flight it to Halo Insiders in July. Register and make sure your Halo Insider profile is up to date for a chance to participate!
— Halo (@Halo) June 7, 2022
✈: https://t.co/3a5Xr1hUIc pic.twitter.com/fKIn44umRU
Hægt er að sækja um aðild að Halo Insider með því að fylgja þessum hlekk, en vert er að taka fram að aðild tryggir ekki aðgengi að þessum eiginleika fyrir útgáfu hans.
Umsjónarmenn Halo Insider velja úr leikmönnum sem skrá sig, en það kostar ekkert að sækja um.
Leiðarvísir sem var birtur í apríl benti á uppfærslu seint í ágúst sem sneri að samvinnuham, og hefur 343 Industries ekki tilkynnt um neitt sem ætti að tefja útgáfu þess eiginleika.
Samvinnuspil í gegnum netið mun koma fyrst út, á meðan samvinnuspil á skiptum skjá kemur síðar á árinu.
Þetta þýðir að leikmenn geta fengið að spila PvE með vinum sínum í stað þess að spila á móti þeim með PvP.