Framleiðsluverið Maxis, sem er á bakvið tölvuleikinn Sims 4, hefur ítrekað sýnt stuðning sinn við hinseginfólk í gegnum árin.
Má nefna að nýlega fengu leikmenn færi á að velja fornöfn fyrir Simsana sína og þar fyrir utan eru allir Simsar tví- eða pankynhneigðir.
Í tilefni hinsegindaga sneri sending mánaðarins að hinseginfólki. Þá hafa leikmenn fengið nýja spilanlega senu, tvo nýja hinseginfána og Logitech-heyrnatól fyrir Simsana sína.
„Hvað er meira spennandi og þreytandi en að vera foreldri? Að vera stolt foreldri !“ segir í tísti frá Maxis.
„Simsarnir þínir geta stefnt á að vera upp á þeirra allra besta í nýju senunni, Stolt Foreldri!“
Senan varð aðgengileg öllum Sims 4-leikmönnum í gær ásamt nýju heyrnatólunum og fánunum.