Ástbjört Viðja
Riot Games birti myndband sem sýndi stuttlega frá Stjörnuvörðum (e. Star Guardians), en það er viðburður sem fer af stað í League of Legends þann 14. júlí.
„Nýr dagur er rétt handan við sjóndeildarhringinn,“ segir undir myndbandinu sem er titlað „Snúið aftur til Valoranborgar“.
Samkvæmt Riot Games er Stjörnuverði að finna víða um alheiminn en ekki er vitað hversu margir þeir eru.
Stjörnuverðir eru ungir stríðsmenn sem voru valdir af örlögunum til þess að vernda ljósið í stjörnunum.
Greint verður nánar frá þessu þegar fleiri upplýsingar berast, en hér að ofan má horfa á kynningarstiklu Stjörnuvarða.