Dansað í kringum eldinn í WoW

Draenei-drottning dansar við eldinn í World of Warcraft á Eldhátíð …
Draenei-drottning dansar við eldinn í World of Warcraft á Eldhátíð Miðsumarsins, Midsummer Fire Festival. Grafík/Activision Blizzard

Í World of Warcraft geta leik­menn dansað í kring­um eld­inn þar sem að Eld­hátíð miðsum­ars­ins, Mids­um­mer Fire Festi­val, er í fullm gangi. 

Eld­hátíðin fer fram ár­lega við sum­arsól­stöður og er fjöldi afþrey­ing­ar­mögu­leika og verðlauna í boði á hátíðinni fyr­ir leik­menn. Hún hófst í gær og stend­ur fram til 5. júlí.

Óspil­an­leg­ar per­són­ur standa við brenn­ur sem finna má víða um heim­inn, eða eru á rölti í stærstu borg­um Warcraft-heims­ins.

Óspil­an­legu per­són­urn­ar gefa leik­mönn­um sér­stök verk­efni og selja ákveðna hluti, eins og dót, bún­inga, gælu­dýr, erfðagripi og fleira í skipt­um fyr­ir Eld­blóm (e. Burn­ing Blossoms).

Eld­blóm eft­ir­sótt á hátíðinni

Leik­menn geta orðið sér úti um reynslu­stig, gull, af­rek og Eld­blóm með því að ferðast á milli brenna og kveikja eða slökkva á bál­inu. Fjöl­breytt­ir smá­leik­ir eru spil­an­leg­ir í stærstu borg­un­um og spil­ar­ar geta unnið til verðlauna.

Þar að auki geta leik­menn fengið Rib­b­on Dance-buffið með því að dansa í kring­um Rib­b­on-súl­una. Buffið eyk­ur reynslu­stiga­gjöf um 10% í þrjár mín­út­ur.

Buffið er hægt að lengja um allt að klukku­stund með því að dansa leng­ur í kring­um súl­una, en fyr­ir hverj­ar þrjár sek­únd­ur sem dansað er, fást þrjár auka mín­út­ur. 

Buff­ar alla á svæðinu

Hægt er að kasta Eld­blómi í brenn­una og það veit­ir öll­um ná­læg­um leik­mönn­um Fire Festi­val Fury-buffið sem gild­ir í klukku­stund. Buffið eyk­ur lík­ur buff­hafa á þunga­höggi (e. critical strike) um 3% og veit­ir óvin­um eldskaða.

Ef slökkt er í eld­in­um þegar leik­menn koma að brenn­unni, geta þeir gefið öll­um á svæðinu Bon­fire's Bless­ing-buffið með því að kasta Eld­blómi í hana.

Við það aukast lík­ur allra leik­manna í sama flokki (e. facti­on) á að veita tíu stiga eldskaða í bar­daga, hvort sem það er í ná­vígí, úr fjar­lægð eða með galdri. Fyr­ir hvert reynsluþrep bæt­ast tíu eldstig við, svo leikmaður í reynsluþrepi 40 gæti þá veitt óvin­um óvænt­an 400 stiga eldskaða með buff­inu.

Ahune bíður eft­ir leik­mönn­um

Leik­menn sem eru í 20. reynsluþrepi eða hærra geta skráð sig í sér­staka dýflissu­ferð, The Frost Lord Ahune, á meðan hátíðinni stend­ur. Aðeins leik­menn í háu reynsluþrepi fá fjár­sjóði í dýflissu­ferðinni og eru þeir í 158. hluta­stigi (e. loot level).

Í dýfliss­unni mæta leik­menn Frostherr­an­um Ahune. Ef þeir sigr­ast á hon­um geta leik­menn fengið ein­staka hluti ásamt Eld­blóm­um og reynslu­stig­um.

Til þess skrá sig í dýflissu­ferðina er hægt að fara í biðröð með því að not­ast við dýflissu­leit­ina eða með því að tala við Eart­hen Ring Elder sem er að finna í öll­um aðal Eld­hátíðar-búðunum.

Nán­ar um hátíðina má lesa á Wowhead eða í til­kynn­ingu á heimasíðu leiks­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert